Fór að leita...

... að frekari upplýsingum þar sem mér fannst ósköp lítið koma fram í þessari frétt.  Þar sem ég á barn á þessum aldri sem stundar bæði íþróttir og tónlistarnám sem er fokdýrt en maður hefur nú samt látið sig hafa það (þar spilar inn í áðurnefnt eilíft samviskubit móður) og fannst mér spennandi að fá einhverja niðurgreiðslu að fullu eða einhverju leyti.

Fann ósköp lítið á vef Reykjavíkurborgar en þó þessa stuttu grein sem hægt er að nálgast hér.  Þar stendur að haustið 2007 verði framlag til barna 6-18 ára 12.000,- kr.

12.000,- kr.

Ég geri mér grein fyrir að þetta er betra en ekki neitt og að þetta muni kosta borgina heilmikið en samt 12.000,-? 

Ég er hrædd um að erfitt verði að finna íþróttastarf, lista eða æskulýðsstarfsemi sem þetta framlag dekkar...... 


mbl.is 20 þúsund börn fá frístundakort
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjá  http://www.itr.is/category.aspx?catID=3068

12.000 kr. eru einungis fyrir haustönnina.  Upphæðin hækkar strax upp í 25.000 kr. um næstu áramót og endar í 40.000 kr. 1. jan. 2009.

kv.
KJR

KJR (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Blondie
Blondie
Hvers vegna Blondie?  Klikkaðu og þú kemst að því......

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband