Verð að segja að.....

.... að ég hef miklu meiri áhyggjur af kennaraskortinum.  Sonur minn er að fara í 4. bekk og þrátt fyrir að staðan hafi verið auglýst í allt sumar er ekki enn búið að manna hana. 

Skólinn verður settur á mánudaginn.

Ég er kennari sjálf og þekki of vel til málanna til þess að vera bjartsýn.  Satt að segja hef ég ekki nokkra trú á að á mánudaginn komi skyndilega hæfur kennari og vilji taka við bekknum.  Og hvað þá?

Verður ráðinn starfskraftur, bara til að ráða einhvern, af því að skólastarf þarf að hefjast á miðvikudaginn?  Verður kennari úr skólanum, þegar í fullu starfi fenginn til þess að bæta bekknum við stundatöfluna hjá sér?  Hversu mikið er hægt að leggja á kennarana?  Hversu mikið er hægt að leggja á nemendurna?

Mitt faglega mat er það að skólastarf getur ekki hafist þegar starfsmaður er ekki til staðar.  Í rauninni finnst mér að skólastjórnendur eigi að tilkynna foreldrum og fræðsluyfirvöldum að því miður sé ekki hægt að halda uppi eðlilegu skólastarfi þar sem ekki fáist kennarar til starfa.  Það er gert á leikskólum..... því ekki í grunnskólum.

Sem móður finnst mér ástandið skelfilegt.  Kennarinn er gífurlega mikilvægur í lífi sonar míns.  Það er undir honum komið hvernig syni mínum líður í skólanum, hvernig hans kynni af skólalífinu verða.  Það er kennarinn sem ég treysti og trúi fyrir því mikilvægasta í mínu lífi.  Það er kennarinn sem spilar stóran þátt í því að hvernig manneskja sonur minn verður er hann vex upp ekki síður en við foreldrarnir.  Þess vegna vil ég að kennarinn sé hæfur og ánægður í starfi sínu.

Ég sem kennari hef gengið í gegnum hæðir og lægðir í starfi mínu.  Undanfarin ár hef ég samið við sjálfa mig:  Haltu áfram eitt ár í viðbót í þessu skemmtilega starfi, síðan máttu finna þér auðveldara og betur launað starf....   Því það eru ekki bara launamálin sem eru að valda óánægju hjá kennurum, það er einnig starfsumhverfið.  Kennarastarfið hefur þyngst gífurlega undanfarin ár.  Hluti af því er sú staðreynd að lögð hefur verið gríðarleg áhersla á "Skóla fyrir alla" sem þýðir það að sérskólar hafa verið lagðir niður og almennir grunnskólar hafa tekið við öllum nemendum sama hvernig sérþarfir þeir eiga við að stríða.  En svo gleymist að láta fjármagnið og sérfræðingana fylgja með.  Kennarar reyna sitt besta til að sinna öllum sínum nemendum en í 20-30 manna bekk getur það reynst erfitt og það er gífurlegt álag.  Margir kennarar brenna því út á nokkrum árum og leita í störf með minna áreiti og álagi.

Í sumar var mér boðin vinna, ritarastarf, hærri laun en ég er með í kennslunni, lítil ábyrgð og gengið út kl. 4 án þess að taka með mér bunka af bókum til yfirferðar eða annan undirbúning.  Þetta var gífurlega freistandi og hefði ég ekki verið búin að lofa því að kenna í vetur hefði ég að öllum líkindum tekið starfinu..... 

Hvenær skyldi því koma að því að börnin okkar verði samfélaginu dýrmætari en símasvörun hjá bönkunum? 


mbl.is Óskað eftir því að greiddar verði sérstakar álagsgreiðslur á frístundaheimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Blondie
Blondie
Hvers vegna Blondie?  Klikkaðu og þú kemst að því......

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband