10.8.2007 | 16:34
Ađ missa sig í skólatöskukaupum...
... ég var einmitt farin ađ kvíđa skólatöskukaupum ţví einu töskurnar sem ég sá kostuđu hönd og fót og ég ţarf eiginlega ađ nota bćđi í daglegu lífi og ţví hlakkađi mig ekki mikiđ til ađ kaupa tösku fyrir soninn. Var farin ađ spá í hvort ég ćtti kannski bara ađ kaupa venjulegan bakpoka fyrir drenginn en ţá greip hiđ eilífa samviskubit móđur inn í og ég mundi eftir öllum greinunum um mikilvćgi góđrar tösku á heilsu og líkamsbyggingu barna. Svo ađ ég var farin ađ klípa af laununum mínum og leggja inn á sérstakan sparnađarreikning, skólatöskureikning.
En yfir morgunkaffinu í morgun sá ég mér til mikillar ánćgju ađ Nettó var ađ auglýsa hrćódýrar töskur, ţar ađ auki gćđatöskur. Sonurinn var búin ađ nota tösku sömu tegundar í 3 ár og ekki er hćgt ađ saka hann um góđa međhöndlun.
Ţannig ađ 5 mínútum eftir opnun vorum viđ mćđginin mćtt í Nettó og nú er drengurinn stoltur eigandi fallegrar, vandađrar og sterkrar skólatösku, sem kostađi 995 kr.
995 kr.
Kannski ég breyti bara skólatöskureikningnum í utanlandsferđarreikning.
Ađeins 19 króna verđmunur á dýrum skólatöskum | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Eldri fćrslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.